Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 27-16 | Öruggur sigur deildarmeistaranna Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 23. apríl 2015 15:09 Vísir/Vilhelm Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. Eftir brösugan fyrri hálfleik gáfu deildar- og bikarmeistararnir í í seinni hálfleik og hreinlega völtuðu yfir ráðalaust lið ÍBV sem þarf að bæta leik sinn verulega á öllum svipum ef það ætlar ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Það er ekki hægt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið vel leikinn. Varnarleikur liðanna var reyndar ágætur og þá sérstaklega hjá Gróttu en sóknarleikur liðanna var vondur. Þau gerðu ótal mörg klaufamistök og tapaðir boltar voru samtals 22, 10 hjá gestunum úr Eyjum og 12 hjá Gróttu. Seltirningar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu aldrei að slíta sig frá Eyjaliðinu. Íris Björk Símonardóttir var öflug í marki Gróttu og varði alls 14 skot í fyrri hálfleik, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig. Markvarslan hjá ÍR var engin til að byrja með en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir átti ágætis innkomu og kom í veg fyrir að Grótta næði afgerandi forskoti. Heimakonur komust í 6-3 en þá við 10 mínútna kafli án marks. ÍBV mistókst hins vegar að nýta sér þessa tregðu í sóknarleik Gróttu og Seltirningar náðu aftur áttum á lokakafla fyrri hálfleiks. Grótta komst mest fjórum mörkum yfir en Elín Anna Baldursdóttir sá til þess að munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9, þegar hún skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn einni fleiri og nýttu sér það til að skora tvö mörk og minnka muninn í eitt mark, 12-11. Grótta svaraði með 4-2 kafla en Eyjakonur fengu gott tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk sína aðra brottvísun í stöðunni 16-13. En í staðinn fyrir að ÍBV minnkaði muninn skoraði Grótta tvö mörk gegn engu á næstu tveimur mínútum og náði fimm marka forskoti, 18-13. Og þá var björninn unninn. Íris varði allt sem á markið kom og smám saman misstu Eyjakonur þá litlu trú sem þær virtust hafa á verkefninu. Sóknarleikurinn var átakanlega slakur allan leikinn, vörninn holótt og markvarslan lítil. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og vann að lokum 11 marka sigur, 27-16. Anett Köbli var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk, en fjögur þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Íris átti lygilegan leik milli stanganna og varði 23 skot, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði mest í liði ÍBV eða fimm mörk. Liðin mætast öðru sinni úti í Eyjum á laugardaginn.Kári: Flýttum okkur of mikið í fyrri hálfleik Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að hans stúlkur hefðu verið hálf ryðgaðar í byrjun leiks enda tvær vikur liðnar frá síðasta leik liðsins. „Eyjaliðið er gott og með flott byrjunarlið og við þurfum að eiga góðan dag til að vinna það,“ sagði Kári. „Við vorum ekkert sérstaklega hress með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Það komu alltof langir kaflar þar sem lítið gekk og við gerðum of marga tæknifeila. „Varnarleikurinn var hins vegar sterkur allan tímann og við erum ánægð með hann og svo var Íris auðvitað frábær fyrir aftan. „En við náðum svo að rífa okkur í gang og byggja upp forskot með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum,“ sagði Kári. Grótta tapaði boltanum 12 sinnum í fyrri hálfleik og lækkaði þá tölu í seinni hálfleik sem skipti sköpum að mati Kára. „Það gerði það. Í fyrri hálfleik ætluðum við okkur að leysa ráðgátuna eftir tvær sendingar og flýttum okkur alltof mikið. „Við vorum í sendingavandræðum og köstuðum boltanum of oft í hendurnar á þeim,“ sagði Kári en við hverju býst hann á laugardaginn þegar liðin mætast í annað sinn? „Ég býst við hörkuleik. Eyjamenn munu væntanlega fylla kofann sinn og reyna að koma til baka. Við þurfum að koma vel gíraðar í þann leik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Ekki jafn auðvelt og tölurnar gefa til kynna Íris Björk Símonardóttir átti stórleik þegar Grótta tók 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV með öruggum 11 marka sigri í Hertz-höllinni í dag. En var sigurinn jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna? „Nei, þessar tölur eru mjög blekkjandi. Þetta var leikur allan tímann og þeir sem þekkja þetta Eyjalið vita að þær gefast aldrei upp, sama hvernig staðan er,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var fremur illa spilaður af beggja hálfu en tvær vikur eru síðan liðin léku síðast. „Það var smá ryð í leikmönnum. Það kom auðvitað þetta tveggja vikna hlé og við iðuðum í skinninu að byrja aftur,“ sagði Íris sem varði 23 skot í leiknum í dag. „Við byrjuðum af krafti en duttum aðeins of mikið niður um miðjan fyrri hálfleik. Við rifum okkur aftur upp en í byrjun seinni hálfleiks fór aftur um mig þegar ÍBV minnkaði muninn í eitt mark. „En við héldum haus og kláruðum þetta,“ sagði Íris sem var ánægð með varnarleik Seltirninga í dag. „Vörnin var meiriháttar í dag og við markverðirnir stóðum vel fyrir aftan. Þetta er uppskrift af sigri í handboltaleik,“ sagði Íris sem býst við erfiðari leik á laugardaginn. „Já, það eitt að mæta til Vestmannaeyja er alltaf krefjandi. Við höndluðum það í deildarleiknum gegn þeim og vonandi mætum við jafn vel stemmdar til leiks á laugardaginn. „Við vitum hvað til þarf og það er að standa frábæra vörn og keyra á þær. Ef við gerum það hef ég ekki áhyggjur en ef við gerum það ekki hef ég áhyggjur,“ sagði Íris að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Grótta rúllaði yfir ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Lokatölur 27-16, Seltirningum í vil. Eftir brösugan fyrri hálfleik gáfu deildar- og bikarmeistararnir í í seinni hálfleik og hreinlega völtuðu yfir ráðalaust lið ÍBV sem þarf að bæta leik sinn verulega á öllum svipum ef það ætlar ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Það er ekki hægt að segja að fyrri hálfleikurinn hafi verið vel leikinn. Varnarleikur liðanna var reyndar ágætur og þá sérstaklega hjá Gróttu en sóknarleikur liðanna var vondur. Þau gerðu ótal mörg klaufamistök og tapaðir boltar voru samtals 22, 10 hjá gestunum úr Eyjum og 12 hjá Gróttu. Seltirningar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu aldrei að slíta sig frá Eyjaliðinu. Íris Björk Símonardóttir var öflug í marki Gróttu og varði alls 14 skot í fyrri hálfleik, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig. Markvarslan hjá ÍR var engin til að byrja með en Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir átti ágætis innkomu og kom í veg fyrir að Grótta næði afgerandi forskoti. Heimakonur komust í 6-3 en þá við 10 mínútna kafli án marks. ÍBV mistókst hins vegar að nýta sér þessa tregðu í sóknarleik Gróttu og Seltirningar náðu aftur áttum á lokakafla fyrri hálfleiks. Grótta komst mest fjórum mörkum yfir en Elín Anna Baldursdóttir sá til þess að munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 12-9, þegar hún skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn einni fleiri og nýttu sér það til að skora tvö mörk og minnka muninn í eitt mark, 12-11. Grótta svaraði með 4-2 kafla en Eyjakonur fengu gott tækifæri til að minnka muninn enn frekar þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk sína aðra brottvísun í stöðunni 16-13. En í staðinn fyrir að ÍBV minnkaði muninn skoraði Grótta tvö mörk gegn engu á næstu tveimur mínútum og náði fimm marka forskoti, 18-13. Og þá var björninn unninn. Íris varði allt sem á markið kom og smám saman misstu Eyjakonur þá litlu trú sem þær virtust hafa á verkefninu. Sóknarleikurinn var átakanlega slakur allan leikinn, vörninn holótt og markvarslan lítil. Grótta bætti jafnt og þétt við forskotið og vann að lokum 11 marka sigur, 27-16. Anett Köbli var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Karólína Bæhrenz Lárudóttir kom næst með fimm mörk, en fjögur þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Íris átti lygilegan leik milli stanganna og varði 23 skot, eða 61% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði mest í liði ÍBV eða fimm mörk. Liðin mætast öðru sinni úti í Eyjum á laugardaginn.Kári: Flýttum okkur of mikið í fyrri hálfleik Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að hans stúlkur hefðu verið hálf ryðgaðar í byrjun leiks enda tvær vikur liðnar frá síðasta leik liðsins. „Eyjaliðið er gott og með flott byrjunarlið og við þurfum að eiga góðan dag til að vinna það,“ sagði Kári. „Við vorum ekkert sérstaklega hress með sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Það komu alltof langir kaflar þar sem lítið gekk og við gerðum of marga tæknifeila. „Varnarleikurinn var hins vegar sterkur allan tímann og við erum ánægð með hann og svo var Íris auðvitað frábær fyrir aftan. „En við náðum svo að rífa okkur í gang og byggja upp forskot með góðum varnarleik og hraðaupphlaupum,“ sagði Kári. Grótta tapaði boltanum 12 sinnum í fyrri hálfleik og lækkaði þá tölu í seinni hálfleik sem skipti sköpum að mati Kára. „Það gerði það. Í fyrri hálfleik ætluðum við okkur að leysa ráðgátuna eftir tvær sendingar og flýttum okkur alltof mikið. „Við vorum í sendingavandræðum og köstuðum boltanum of oft í hendurnar á þeim,“ sagði Kári en við hverju býst hann á laugardaginn þegar liðin mætast í annað sinn? „Ég býst við hörkuleik. Eyjamenn munu væntanlega fylla kofann sinn og reyna að koma til baka. Við þurfum að koma vel gíraðar í þann leik,“ sagði þjálfarinn að lokum.Íris Björk: Ekki jafn auðvelt og tölurnar gefa til kynna Íris Björk Símonardóttir átti stórleik þegar Grótta tók 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við ÍBV með öruggum 11 marka sigri í Hertz-höllinni í dag. En var sigurinn jafn auðveldur og tölurnar gefa til kynna? „Nei, þessar tölur eru mjög blekkjandi. Þetta var leikur allan tímann og þeir sem þekkja þetta Eyjalið vita að þær gefast aldrei upp, sama hvernig staðan er,“ sagði Íris í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var fremur illa spilaður af beggja hálfu en tvær vikur eru síðan liðin léku síðast. „Það var smá ryð í leikmönnum. Það kom auðvitað þetta tveggja vikna hlé og við iðuðum í skinninu að byrja aftur,“ sagði Íris sem varði 23 skot í leiknum í dag. „Við byrjuðum af krafti en duttum aðeins of mikið niður um miðjan fyrri hálfleik. Við rifum okkur aftur upp en í byrjun seinni hálfleiks fór aftur um mig þegar ÍBV minnkaði muninn í eitt mark. „En við héldum haus og kláruðum þetta,“ sagði Íris sem var ánægð með varnarleik Seltirninga í dag. „Vörnin var meiriháttar í dag og við markverðirnir stóðum vel fyrir aftan. Þetta er uppskrift af sigri í handboltaleik,“ sagði Íris sem býst við erfiðari leik á laugardaginn. „Já, það eitt að mæta til Vestmannaeyja er alltaf krefjandi. Við höndluðum það í deildarleiknum gegn þeim og vonandi mætum við jafn vel stemmdar til leiks á laugardaginn. „Við vitum hvað til þarf og það er að standa frábæra vörn og keyra á þær. Ef við gerum það hef ég ekki áhyggjur en ef við gerum það ekki hef ég áhyggjur,“ sagði Íris að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira