Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 13:03 Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandaði við grísku eyjuna Rhódos í gær. Vísir/AFP Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley. Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“