Liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar stútar Nissan GT-R bíl sínum Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 11:04 Þeir sem horfðu á síðasta heimsmeistaramót í knattspyrnu muna af til vill eftir Andrey Yeshchenko í rússneska landsliðinu. Hann er vafalaust betri fótboltamaður en ökumaður. Um daginn afrekaði hann það að gereyðileggja Nissan GT-R ofurbíl sinn með því að aka honum á ljósastaur í heimalandinu og það náðist á mynd, eins og hér sést. Af myndunum að dæma er hreint magnað að hann skildi sleppa frá þessum hildarleik óskaddaður, en sama verður ekki sagt um bíl hans, sem er gerónýtur. Andrey ók bíl sínum á um 170 km hraða þar sem hámarkshraði er 50, svo ef til vill er ekki nema von að illa fór. Andrey Yeshchenko spilar nú hjá Kuban Krasnodar og er því liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns Íslands. Andrey er í láni frá Anzhi, öðru sterku rússnesku liði. Hann hefur örugglega efni á að kaupa sér annan bíl, en kannski ekki eins öflugan í þetta skipti. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þeir sem horfðu á síðasta heimsmeistaramót í knattspyrnu muna af til vill eftir Andrey Yeshchenko í rússneska landsliðinu. Hann er vafalaust betri fótboltamaður en ökumaður. Um daginn afrekaði hann það að gereyðileggja Nissan GT-R ofurbíl sinn með því að aka honum á ljósastaur í heimalandinu og það náðist á mynd, eins og hér sést. Af myndunum að dæma er hreint magnað að hann skildi sleppa frá þessum hildarleik óskaddaður, en sama verður ekki sagt um bíl hans, sem er gerónýtur. Andrey ók bíl sínum á um 170 km hraða þar sem hámarkshraði er 50, svo ef til vill er ekki nema von að illa fór. Andrey Yeshchenko spilar nú hjá Kuban Krasnodar og er því liðsfélagi Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns Íslands. Andrey er í láni frá Anzhi, öðru sterku rússnesku liði. Hann hefur örugglega efni á að kaupa sér annan bíl, en kannski ekki eins öflugan í þetta skipti.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent