Körfubolti

Var með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í lokaúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Páll Stefánsson.
Sigurður Páll Stefánsson. Vísir/Ernir
Sigurður Páll Stefánsson, tvítugur strákur í liði Tindastóls, náði einstökum árangri í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Sigurður Páll varð þá fyrsti leikmaðurinn í úrslitaeinvígi karla (opinber tölfræði til frá 1995) sem skorar að lágmarki fjórar þriggja stiga körfur án þess að klikka á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna.

Sigurður Páll fékk bara að koma inná í tveimur leikjum og það voru báðir leikir Tindastóls í DHL-höllinni.

Sigurður Páll lék rétt rúmlega fjórar mínútur í hvort skipti og skoraði tvær þriggja stiga körfur í báðum leikjum.

Hann klikkaði ekki á skoti og átti einnig samtals þrjár stoðsendingar. Sigurður Páll var því með tólf stig og þrjár stoðsendingar á 8 mínútum og 23 sekúndum í lokaúrslitunum 2015.

Sigurður Páll var með sextán framlagsstig á þessum stutta tíma og hann nýtt spilatíma sinn einstaklega vel.

Það fylgir reyndar sögunni að þessar mínútur hans komu í lok leikjanna þegar úrslitin voru löngu ráðin en strákurinn nýtti engu að síður þriggja stiga skotin sína hundrað prósent.  

Besta þriggja stiga nýting í lokaúrslitum karla 1995-2015

(Lágmark fjórar þriggja stiga körfur)

100 prósent - Sigurður Páll Stefánsson, Tindastól 2015 (hitti úr 4 af 4)

80 prósent - Halldór Rúnar Karlsson, Njarðvík 2001 (4 af 5)

71 prósent - Darri Hilmarsson, KR 2014 (12 af 17)

67 prósent - Marcus Walker, KR 2011 (14 af 21)

67 prósent - Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 2003 (8 af 12)

67 prósent - Jakob Örn Sigurðarson, KR 2000 (4 af 6)

67 prósent - Jón Arnór Stefánsson, KR 2000 (4 af 6)

61 prósent - Guðjón Skúlason, Keflavík 1997  (8 af 13)

58 prósent - Falur Harðarson, Keflavík 1997 (10 af 33)


Tengdar fréttir

Dempsey: Mér líður ekki nógu vel

„Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×