Telja verkfallsbrot framin á Selfossi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. maí 2015 15:04 Verkfallsverðir Bárunnar hafa tekið sér stöðu fyrir utan fyrirtæki í bænum þar sem þeir telja verkfallsbrot vera framin, til að mynda á Subway. Vísir/Magnús Hlynur Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni. Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Verkfallsverðir stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi segja að verkfallsbrot séu framin í nokkrum fyrirtækjum í bænum. Starfsmenn fyrirtækja sem ekki tilheyra Bárunni en starfa eftir samningum sem félagið hefur gert hafa verið látnir vinna. Standa með skilti Hjalti Tómasson hjá Bárunni segir að haft hafi verið samband við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Auk þess hafa verkfallsverðir tekið sér stöðu með skilti fyrir utan einhver þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Svona skilti eru verkfallsverðirnir með.Vísir/Magnús Hlynur Fyrir framan Subway hafa til að mynda þrír verðir tekið sér stöðu með skilti með skilaboðunum: „Verkafólk í Bárunni er í verkfalli á þessum vinnustað“. „Við teljum að það séu verkfallsbrot í sumum tilfellum,“ segir hann. Er það á mörgum stöðum? „Nei það er ekki á mörgum stöðum en nokkrum.“Aðrir látnir vinna „Við erum ósátt við það að félagsmenn annara félaga skuli vera nýtt til vinnu á meðan okkar félagsmenn eru í verkfalli,“ segir hann. „Við teljum að þetta verkfall nái til gildissviðs samningsins. Það er hann sem er undir en ekki félagsaðild einstaklinganna.“ Skilaboðum á borð við þau sem eru fyrir framan Subway er beint til viðskiptavina. „Það er alveg skýrt fyrir hverju við erum að berjast og við óskum eftir stuðningi fólks við þessar aðgerðir,” segir Hjalti sem segir mikinn meðbyr með aðgerðunum. Báran hefur haft samband við þau fyrirtæki sem félagið telur brjóta á verkfallinu en þau svör hafa fengist að þau séu ósammála túlkun félagsins. „Við teljum ekki eðlilegt að reka starfsemi með fullum krafi með starfsmönnum annarra félaga,” segir hann.Uppfært 18:04: Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingi Samtaka atvinnulífsins, segir fráleitt að um verkfallsbrot sé að ræða og segir að ekki sé á nokkurn hátt gengið á rétt félagsmanna Bárunnar. Stéttarfélög hafi enga lagaheimild til að skipa félagsmönnum annarra stéttarfélaga að leggja niður störf sín. Þessum starfsmönnum hafi heldur ekki staðið til boða að taka þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina og eigi ekki rétt á bótum úr sjóðum félagsins eins og félagsmenn þess. Í tilkynningu frá SA segir að vegna ágreinings um það hvort starfsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands í starfi hjá Subway á Selfossi og fleiri fyrirtækja megi vinna í verkfalli Bárunnar stéttarfélags skuli bent á að samkvæmt verkfallsboðun nái verkfallið einungis til félagsmanna Bárunnar. „Stéttarfélagið hefur heldur ekki boðvald yfir öðrum en eigin félagsmönnum samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þessum starfsmönnum er rétt og skylt að vinna sín venjulegu störf eins og þau hafa gert hingað til en mega ekki ganga inn í störf þeirra sem eru í verkfalli. Flestir starfsmenn Subway á Selfossi eru félagsmenn Bárunnar en þar starfa einnig nokkrir verslunarmenn enda um að ræða blönduð störf við afgreiðslu og framreiðslu. Þess er vandlega gætt að þessir starfsmenn vinni einungis sín reglubundnu störf og gangi ekki í störf verkfallsmanna og hefur vinnutíma þeirra að engu leyti verið breytt vegna verkfallsins og opnunartími verið takmarkaður vegna verkfallsins,“ segir í tilkynningunni.
Verkfall 2016 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira