Netverjar klofnir í afstöðu til skeiðasleikis Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2015 14:15 „Auðvitað veit ég að þetta er stranglega bannað,“ sagði yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri við Vísi fyrr í dag. Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Eitt heitasta umræðuefni Íslendinga á samfélagsmiðlum í dag er yfirmatreiðslumaðurinn á Strikinu á Akureyri sem var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diski viðskiptavina. Yfirmatreiðslumaðurinn er Garðar Kári Garðarsson sem sagði þetta atvik ekki til eftirbreytni þegar Vísir náði tali af honum í dag og þá kom Steinar Pálmi Ágústsson, veitingastjóri á Strikinu, fram þeirri athugasemd að diskarnir voru aldrei bornir á borð gesta. Tæknimaður RÚV hafði bent þeim á málið og þeir um leið hætt við að bera fram réttina.Sjá einnig:Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV Út frá þessu atviki hefur skapast töluverð umræða á vefnum hvort þetta sé eitthvað sem virkilega skipti máli, að kokkur á veitingahúsi sleiki skeið sem hann notar við matseldina.Mörgum hryllir við tilhugsuninni en þó eru aðrir sem eru ekki á sama máli líkt og leikarinn og uppistandarinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem segir málið vera storm í vatnsglasi.Að kokkurinn hafi sleikt skeið. No big deal.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 7, 2015 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, benti á að eflaust væri þetta tíu þúsundasta skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.@DNADORI Þetta var bókað 30. skeiðin sem hann sleikti í gær. Og 10.000. skeiðin sem var sleikt í eldhúsi veitingastaðar á Íslandi í gær.— Atli Fannar (@atlifannar) May 7, 2015 Íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason er á öðru máli.@DNADORI það er ógeðslegt!— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 7, 2015 Svo eru aðrir sem vísa í óstaðfesta tölfræði máli sínu til stuðnings.Vá hvað mér væri sama! helmingurinn af þessu fólki sem er að commenta mun svo setja kynfæri upp í sig í kvöld #væl http://t.co/oooEO9Vnac— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 7, 2015 Umræðan um atvikið er því sannarlega fjörleg líkt og sjá má í athugasemdakerfi við fyrri frétt Vísis af málinu.Hefur fólk almennt séð hvernig Masterchef Maggi á Texas eldar? Þetta er ekkert til að gera veður útaf! #ÍNN http://t.co/fZmwjKIwcN— Hilmar Þór (@hilmartor) May 7, 2015 Bíddu síðan hvenær er það ógeðslegt að dassa smá ást og alúð í matinn? http://t.co/94AdbWpBS7— Hallgrímur Oddsson (@hallgrimuro) May 7, 2015 Veitingahúsið Sleikta skeiðin, færi maður ekki þangað?— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) May 7, 2015 MyndSkeið kom upp um kokkinn að sleikja skeið. Fór hann yfir strikið þarna? #masterchef— Arnar Már Guðjónsson (@addari) May 7, 2015 Nýi matseðillinn á Strikinu er einkar spennandi. Við sjáum myndskeið: https://t.co/zkypMDtBR7— Birkir Guðmundarson (@BirkirGudmundar) May 7, 2015
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira