EVEN frumsýnir 700 hestafla Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 13:23 Tesla Model S p85d. EVEN rafbílar munu frumsýna nýja gerð Tesla Model S p85d næsta laugardag í Smáralind. Þessi bíll er sannkallaður ofurkaggi því hann er 700 hestöfl og aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða. Rafmótorar eru bæði að framan og aftan og hestöflin 476 að eftan en 224 að framan og er hann því fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemst 480 kílómetra á hverri hleðslu. Hann er einkar vel búinn og hlaðinn lúxus, meðal annars Next Generation leðursætum, sólþaki, mögnuðu hljóðkerfi, GPS loftpúðafjöðrun, sjálfstýringu (sem reyndar krefst uppfærslu á hugbúnaði) og svo leggur hann sjálfur í stæði. Bíllinn er á 21 tommu felgum og sýningarbíllinn er silfurgrár og mikið augnayndi. Þennan frumsýningardag bílsins ætlar EVEN að gefa sólarlandaferð með öllum seldum rafbílum. Í boði verður að reynsluaka þeim rafmagnsbílum sem fyrirtækið selur. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent
EVEN rafbílar munu frumsýna nýja gerð Tesla Model S p85d næsta laugardag í Smáralind. Þessi bíll er sannkallaður ofurkaggi því hann er 700 hestöfl og aðeins 3,2 sekúndur í 100 km hraða. Rafmótorar eru bæði að framan og aftan og hestöflin 476 að eftan en 224 að framan og er hann því fjórhjóladrifinn. Bíllinn kemst 480 kílómetra á hverri hleðslu. Hann er einkar vel búinn og hlaðinn lúxus, meðal annars Next Generation leðursætum, sólþaki, mögnuðu hljóðkerfi, GPS loftpúðafjöðrun, sjálfstýringu (sem reyndar krefst uppfærslu á hugbúnaði) og svo leggur hann sjálfur í stæði. Bíllinn er á 21 tommu felgum og sýningarbíllinn er silfurgrár og mikið augnayndi. Þennan frumsýningardag bílsins ætlar EVEN að gefa sólarlandaferð með öllum seldum rafbílum. Í boði verður að reynsluaka þeim rafmagnsbílum sem fyrirtækið selur.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent