Algengasta krabbamein ungra kvenna Rikka skrifar 6. maí 2015 14:00 Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun
Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun
Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00