Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 13:00 Giedrius hefur leikið með Haukum undanfarin þrjú tímabil. vísir/stefán Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5% Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira
Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim. Þessi 27 ára gamli markvörður frá Litháen hefur varið eins og berserkur og er í lykilhlutverki hjá Haukum sem hefur leikið liða best í úrslitakeppninni. Haukar, sem enduðu í 5. sæti í Olís-deildinni, byrjuðu á því að slá erkifjendurna í FH út, 2-0. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-32 en FH-ingar klóruðu í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa lent átta mörkum undir, 13-21, snemma í seinni hálfleik. Giedrius varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, og fylgdi því eftir með því að verja 10 skot í öðrum leiknum sem Haukar unnu 28-24.Giedrius er með 44,5% markvörslu í úrslitakeppninni.vísir/andri marinóGiedrius lék vel í leikjunum við FH en enn betur í undanúrslitunum gegn deildarmeisturum Vals. Litháinn varði 13 skot í fyrsta leiknum sem Haukar unnu 24-32 en það var í öðrum leiknum sem hann sprakk gjörsamlega út. Giedrius varði alls 22 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum sem Haukar unnu með tveimur mörkum, 21-19. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hrósaði markverðinum í hástret í samtali við Vísi eftir leikinn. „Ég held að hann sé góð fyrirmynd fyrir aðra handbolta- og íþróttamenn. Hann leggur sig 100% fram á öllum æfingum. „Hann hefur átt fá slaka leiki í vetur og hann er fyrirmyndar persónuleiki og með rétt viðhorf til íþróttarinnar. Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að standa sig vel,“ sagði Patrekur um markvörðinn sinn sem hélt áfram þar sem frá var horfið í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni sem Haukar unnu 22-29. Giedrius varði 21 skot, þar af tvö víti, og var með hlutfallsmarkvörslu upp á 53%. Valsmenn fundu einfaldlega ekki leið framhjá honum en Giedrius fékk til að mynda ekki á mark síðustu 15 mínútur fyrri hálfleik en Haukar leiddu með átta mörkum eftir hann, 6-14. Giedrius fór sérstaklega illa með frændurna frá Akureyri í liði Vals, þá Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason, eins og fram kom í úttekt Vísis eftir þriðja leikinn. Geir og Guðmundur fundu sig engan veginn í rimmunni við Hauka en Giedrius varði 10 skot frá hvorum þeirra en 35,7% af þeim skotum sem hann varði í einvíginu voru frá frændunum að norðan.Giedrius í kunnuglegri stellingu.vísir/ernirHér að neðan má sjá hvernig Giedrius hefur varið í þeim fimm leikjum sem Haukar hafa spilað í úrslitakeppninni 2015.FH 29-32 Haukar 15/1 skot varin (44/4 fengin á sig)=34% hlutfallsmarkvarslaHaukar 28-24 FH 10/1 (25/3)=40%Valur 24-32 Haukar 13 (32/3)=41%Haukar 21-19 Valur 22 (41/1)=54%Valur 22-29 Haukar 21/1 (40/1)=53%Samtals: 81/3 (182/12)=44,5%
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Sjá meira
Guðlaugur spáir í lokaúrslitin: Ég held að Haukar vinni fyrsta leikinn Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, býst við hörkurimmu milli Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. 6. maí 2015 06:30
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti