Lotus í sæng með Kínverjum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:18 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent