Kyrie Irving, leikstjórnandi og annar af stórstjörnum Cleveland Cavaliers, verður með LeBron James og félögum í fyrsta leiknum á móti Atlanta Hawks í úrslitum Austurdeildar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Einvígi Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks hefst á heimavelli Atlanta Hawks annað kvöld. Kyrie Irving lýsti því yfir við blaðamenn að hann ætli að láta reyna á fótinn í fyrsta leiknum.
Irving spilaði bara í tólf mínútur í síðasta leiknum á móti Chicago Bulls í undanúrslitunum en það kom ekki að sök því félagar hans kláruðu leikinn án hans og komu Cleveland-liðinu áfram í næstu umferð.
„Ég ætla að vera með. Ég vil alls ekki vera á hliðarlínunni í svona leikjum," sagði Kyrie Irving sem er orðinn mun betri í fætinum en það hjálpar vissulega liði Cleveland að liðið fékk sex daga hvíld á milli sería.
Kyrie Irving hefur verið slæmur í hægri fæti síðan að hann meiddist strax í öðrum leik úrslitakeppninnar á móti Boston Celtics. Hann spilaði í gegnum meiðslin en missteig sig sína illa í fyrri hálfleik á leik sex.
Kyrie Irving verður ekki hundrað prósent í fyrsta leik en hann hefur spilað í gegnum meiðslin í nær allir úrslitakeppninni til þessa þar sem hann er með 19,8 stig, 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og 45,7 prósent þriggja stiga nýtingu.
