Búið er að velja úrvalslið nýliða í NBA-deildinni í körfubolta.
Andrew Wiggins, nýliði ársins, er að sjálfsögðu í liðinu en hann fékk fullt hús atkvæða í kjörinu.
Wiggins, sem er fæddur í Kanada, var með 16,9 stig, 4,6 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Minnesota Timberwolves í vetur.
Með Wiggins í liðinu eru þeir Nikola Mirotic (Chicago Bulls), Nerlens Noel (Philadelphia 76ers), Elfrid Payton (Orlando Magic) og Jordan Clarkson (LA Lakers).
Annað úrvalslið nýliða var einnig valið en það skipa: Marcus Smart (Boston Celtics), Zach LaVine (Minnesota), Bojan Bogdanovic (Brooklyn Nets), Jusuf Nurkic (Denver Nuggets) og Langston Galloway (NY Knicks).
Wiggins leiðir úrvalslið nýliða í NBA-deildinni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
