Ragnar Örn Bragason skrifaði í gær undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar.
Ragnar, sem er tvítugur að aldri, kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið allan sinn feril.
Ragnar spilar í stöðu skotbakvarðar og var með 6,6 stig, 3,3 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik með ÍR í fyrra.
Ragnar er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir félagsins í vor en í byrjun mánaðarins samdi nafni hans, Ágúst Nathanaelsson, að nýju við félagið eftir eins árs dvöl í atvinnumennsku í Svíþjóð.
Þórsarar tefla einnig fram nýjum þjálfara í Domino's deildinni á tímabili, Einari Árna Jóhannssyni, sem tók við liðinu af Benedikt Guðmundssyni.

