60 þúsund eintök prentuð af símaskráni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 19:30 Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári. Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira