60 þúsund eintök prentuð af símaskráni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 19:30 Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári. Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent