Körfubolti

Magic Johnson um Clippers: Ég hafði rangt fyrr mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magic Johnson.
Magic Johnson. Vísir/Getty
Magic Johnson hjálpaði Los Angeles Lakers að vinna fimm af sextán meistaratitlum sínum í NBA-deildinni í körfubolta og hann hélt um tíma að "litla" liðið í Los Angeles ætti möguleika á því að fara alla leið í vetur.

Los Angeles Clippers sló NBA-meistara San Antonio Spurs út í oddaleik í fyrstu umferðinni og komst síðan í 3-1 á móti Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Houston-liðið gafst ekki upp og komst í úrslit Vesturdeildarinnar með því að vinna þrjá leiki í röð þar á meðal oddaleik liðanna í gær.  

Magic Johnson stráði salt í sár Clippers-manna eftir leikinn þegar karlinn skellti sér á twitter.

„Ég hélt að Spurs-liðið hefði kennt Clippers að vinna eftir sjö leikja seríu þeirra. Ég hafði rangt fyrir mér. Clippers eru ennþá Clippers," skrifaði Magic.

Los Angeles Clippers hefur verið með flott lið undanfarin ár og hefur oft farið illa með Lakers-liðið í innbyrðisleikjum LA-liðanna. Liðið hefur hinsvegar aldrei tekist að komast í úrslit Vesturdeildarinnar hvað þá í lokaúrslitin um titilinn.

Los Angeles Clippers datt út fyrir Oklahoma City Thunder í 2. umferð 2014, á móti Memphis Grizzlies í 1. umferð 2013 og á móti San Antonio Spurs í 2. umferð 2012.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×