Real Madrid féll sem kunnugt er úr leik fyrir Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Real Madrid, sem vann keppnina í fyrra, tapaði fyrri leiknum á Juventus Stadium 2-1 og náði svo aðeins jafntefli gegn ítölsku meisturunum á Santiago Bernabeu í kvöld.
Real Madrid hefur aldrei í sögu Meistaradeildarinnar, og forvera hennar Evrópukeppni meistaraliða, komist áfram í úrslitaleikinn eftir að hafa tapað fyrri leiknum í undanúrslitunum.
Þetta er í ellefta sinn sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa tapað fyrri leiknum.
