Buffon gerði grín að Sir Alex Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 08:30 Gianluigi Buffon og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gerir grín að þeirri ákvörðun Sir Alex Ferguson að leyfa franska miðjumanninum Paul Pogba að yfirgefa Manchester United á sínum tíma. Manchester United er eitt af þeim félögum sem enskir fjölmiðlar hafa sagt hafa mikinn áhuga á því að kaupa Paul Pogba frá Juventus en ætli Juve yfir höfuð að selja hann þá eru önnur félög en United á undan í goggunarröðinni. Paul Pogba hefur staðið sig frábærlega með Juventus síðan að hann fór á frjálsri sölu frá Manchester United árið 2012. Pogba var ósáttur með að fá fá tækifæri með aðalliðinu auk þess að vera ósáttur við nýjan samning sem félagið var að bjóða honum. „Ég hef verið lengi í fótbolta en sú ákvörðun Sir Alex Ferguson og Manchester United að leyfa honum að fara er eins sú skrýtnasta sem ég veit um," sagði Gianluigi Buffon við Daily Express. „Við sáum hversu góður hann var eftir bara nokkrar æfingar. Það getur ekki hafa verið sami leikmaður og þeir sáu í Manchester. Við héldum kannski að þeir þyrftu gleraugu," sagði Buffon af kaldhæðni. „Ég hef aldrei séð svona leikmann á þessum aldri. Hann er svo sterkur, hefur svo mikla tækni og er ótrúlega fjölhæfur leikmaður," sagði Buffon um hinn 22 ára gamla Paul Pogba. „Pogba getur gert hluti sem enginn annar getur alveg eins og þeir Messi og Ronaldo. United lét einn besta leikmann heims fara en það var mjög gott fyrir okkur," sagði Buffon en Paul Pogba hefur hjálpað ítalska markverðinum að vinna þrjá af átta meistaratitlum sínum á Ítalíu. Manchester City er eitt af þeim félögum sem eru á eftir Paul Pogba í sumar. „Auðvitað er hann orðaður við stór peningalið eins og Chelsea, Real Madrid, PSG og City. Eins og er upplifir hann hinsvegar drauma sína hjá Juventus. Ef einhver ætlar að kaupa hann þá þarf það að borga fyrir hann metfé," sagði Buffon. Stuðningsmenn Manchester United fá gott tækifæri í kvöld til að sjá hvað liðið missti af en Juventus heimsækir þá Real Madrid á Bernabeu í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira