Verkfall félagsmanna BHM í Dýralæknafélagi Íslands hefur haft veruleg áhrif á veitingastaði landsins og er nú svo komið að skyndibitastaðurinn Metro getur ekki boðið upp á nautakjöt í ostborgarana sína og heimsborgarann.
Hefur veitingastaðurinn tilkynnt viðskiptavinum sínum að notast sé við svínakjöt í ostborgarann, sem er lítill hefðbundinn ostborgari, og heimsborgarann, sem er tvöfaldur borgari, en engum sögum fer af því hvernig sú nýbreytni smakkast, eflaust ágætlega.
Greint var frá því í síðustu viku að skortur væri á ferskum kjúklingi í landinu og sagði Vísir til að mynda frá því að kjúklingurinn væri að klárast á KFC, og voru margir aðdáendur þess staðar slegnir yfir fréttunum.
Metro notar svínakjöt í ostborgarann og heimsborgarann vegna verkfalls

Tengdar fréttir

Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC.

Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér
"Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“

Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast
Á annað þúsund fyrirtækja finna verulega fyrir verkfalli Starfsgreinasambandsins. Eigandi KFC segir kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun eðlilega.