Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2015 18:02 Neymar skorar annað mark sitt. vísir/getty Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira
Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sjá meira