Toyota hagnaðist um 2.400 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 11:20 Forstjóri Toyota greinir frá góðum árangri fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þrátt fyrir að Toyota hafi selt 144.149 færri bíla á fjárlagaárinu sem lauk 31. mars en árið á undan jókst hagnaður framleiðandans um 19% og var 2.407 milljarðar króna. Er þessi hagnaðaraukning helst að þakka lækkun kínverska yensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og lækkun kostnaðar við framleiðslu bíla Toyota. Toyota bílar, án Lexus og annarra undirmerkja, seldust í tæplega 9 milljón eintökum og voru 2,7 milljónir þeirra seldir í Bandaríkjunum. Þar nam hagnaðurinn af sölu 600 milljörðum króna. Í heimalandinu Japan minnkaði salan um 200.000 bíla, en var samt 2,15 milljón bílar. Hagnaðurinn af sölu bíla þar nam engu að síður 1.740 milljörðum króna og því er hagnaður af hverjum seldum bíl þar mun hærri en í Bandaríkjunum. Toyota áætlar að salan í ár verði svipuð og á síðasta ári, en búist er við því að hagnaðurinn haldi áfram að rísa.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira