Toyota og Mazda auka samstarfið Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 09:24 Toyota RAV4 verður ef til vill brátt með SkyActive vél frá Mazda. Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent