LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld.
Hann skoraði flautukörfu fyrir sitt lið og tryggði því sigur, 86-84. Í síðasta leik skoraði Derrick Rose flautukörfu fyrir Bulls en nú snérist dæmið við.
Staðan í einvígi liðanna er því 2-2. James meiddist á ökkla í leiknum en náði að klára leikinn. Kyrie Irving gat lítið spilað vegna meiðsla og þetta er því risasigur hjá Cleveland.
James skoraði 25 stig í kvöld og tók 14 fráköst. Hann sá um þetta fyrir sína menn.
Derrick Rose góður hjá Bulls með 31 stig og Joakim Noah tók 15 fráköst.
