Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 12:04 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira