Körfubolti

Golden State valtaði yfir Houston og er komið í 3-0 | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stephen Curry var magnaður í nótt.
Stephen Curry var magnaður í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors valtaði yfir Houston Rockets í þriðja úrslitaleik Vesturdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í nótt. Stephen Curry fór á kostum í liði Golden State.

Golden State byrjaði þetta af miklum krafti í Texas. Þeir leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhlutann, 30-18, og svo með 25 stiga mun í hálfleik, 62-37. Leik nánast lokið.

Þeir héldu svo áfram að bæta í forystuna og unnu alla leikhlutuna að lokum. Lokatölur urðu svo 35 stiga sigur Golden State, 115-80. Ótrúlegar tölur í úrslitaleik.

Stephen Curry var magnaður í liði Golden State. Hann skoraði 40 stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. James Harden gerði sautján stig fyrir Houston sem voru langt, langt frá sínu besta.

Golden State er því komið í 3-0 í einvíginu og getur unnið Vesturdeildina með sigri í fjórða leik liðanna sem fram fer í Golden State á mánudagskvöld.

Þrista-sýning Curry: Alvöru troðsla: Topp-5 í nótt:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×