Um þrjú þúsund liðsmenn írakskra öryggissveita á bandi Íraksstjórnar hafa hafið sókn gegn liðsmönnum ISIS sem náðu borginni Ramadi á sitt vald í síðustu viku.
Talsmaður hersveitanna segir þær hafa náð aftur bænum Husayba, austur af Ramadi, úr höndum ISIS-liða.
Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs og er einungis rúmum hundrað kílómetrum vestur af íröksku höfuðborginni Bagdad. Fall Ramadi er talið mikið áfall fyrir Íraksstjórn.
Í frétt BBC segir að um fimm hundruð manns hafi látist í átökum um borgina og að um 40 þúsund manns – eða um þriðjungur borgarbúa – hafi flúið borgina síðustu daga.
Einungis um tvö hundruð ISIS-liðar náðu Ramadi úr höndum tíu sinnum fleiri hermönnum írakskra öryggissveita í síðustu viku.
Liðsmenn ISIS ráða nú yfir um helming landsvæðis Anbar-héraðs.
