Cleveland byrjaði af krafti og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og einnig í hálfleik, en þá var staðan 54-49.
Þeir héldu svo uppteknum hætti í þriðja leikhluta og unnu að lokum tólf stiga sigur, 94-82, þrátt fyrir að hafa tapað síðasta leikhlutanum með sex stigum.
LeBron skoraði 30 stig og gaf ellefu stoðsendingar, en með sigrinum komst Cleveland í 2-0 í seríunni. Atlanta komnir með bakið upp við vegg.
Dennis Schroeder var stigahæstur hjá Atlanta með þrettán stig, en næsti leikur liðanna fer fram á sunnudagskvöld.