Körfubolti

Curry og James fengu fullt hús í vali á liði ársins

Það er búið að tilkynna hvernig kosningin í lið ársins í NBA-deildinni fór.

129 manns greiða atkvæði og þeir Stephen Curry, leikmaður Golden State, og LeBron James hjá Cleveland voru þeir einu sem fengu fullt hús.

Aðrir í liðinu eru James Harden frá Houston, Anthony Davis, leikmaður New Orleans, og loks miðherji Memphis, Marc Gasol.

Þetta er áttunda árið í röð sem James er valinn í lið ársins. Alls hefur hann níu sinnum komist í liðið.

Lið ársins:

Stephen Curry, Golden State

LeBron James, Cleveland

James Harden, Houston

Anthony Davis, New Orleans

Marc Gasol, Memphis

B-liðið:

Russell Westbrook, Oklahoma

LaMarcus Aldridge, Portland

Chris Paul, LA Clippers

Pau Gasol, Chicago

DeMarcus Cousins, Sacramento

C-liðið:

Kyrie Irving, Cleveland

Klay Thompson, Golden State

Blake Griffin, LA Clippers

Tim Duncan, San Antonio

DeAndre Jordan, LA Clippers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×