Vigdís ósátt við Birgittu: „Var hún á Saga Class?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 10:00 Birgitta og Vigdís eru ekki sammála um ástand Ásmundar Einars í þinginu í gær. Vísir/Valli/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kemur Ásmundi Einari Daðasyni, flokksbróður sínum, til varnar. Hún spyr á hvaða leið þingmenn séu í kjölfar viðtals sem Vísir tók við Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, í gær.Sjá einnig:Ásmundur Einar í tveggja vikna veikindaleyfi Umfjöllunarefnið er uppköst Ásmundar Einars í flugi til Washington DC þann 10. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn var í vinnuferð ásamt kollegum sínum í utanríkismálanefnd Alþingis þegar hann kastaði upp. Íslenskir sem erlendir ferðamenn fengu ælu á sig og hefur farþegi í vélinni fullyrt að Ásmundur hafi verið ofurölvi. Ónafngreind flugfreyja gerði slíkt hið sama í samtali við Fréttanetið. WOW Air fullyrðir hins vegar að enginn í áhöfninni hafi rætt við fjölmiðla og furðar sig á viðtalinu við hina ónafngreindu flugfreyju. Ásmundur fárveikur Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að Ásmundur væri fárveikur, kominn í veikindaleyfi og á sterkum lyfjum. Birgitta las fréttina og var nokkuð undrandi á orðum Þórunnar enda hafði hún verið með Ásmundi á þingi í gær. „Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“ Vigdís furðar sig á ummælum Birgittu.Ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu „Á hvaða leið eru þingmenn,“ segir hún í færslu á Facebook. „Birgitta ætti að upplýsa um að hún hafnaði almennu farrými með WOW flugfélaginu og óskaði eftir að ferðast með Icelandair - var hún á Saga Class?“ Vigdís bendir réttilega á að Birgitta hafi ekki verið í umræddu flugi þar sem Ásmundur kastaði upp. „En þá ræðst hún á þingmanninn með öðrum leiðum og „vottar það“ að Ásmundur hafi „verið hress“ í dag - því andmæli ég - það var ekki sjón að sjá hann í þinginu í dag.“ Fréttastofa hefur undanfarna tvo sólarhringa reynt að ná tali af Ásmundi Einari en án árangurs. Þórunn sagði við Vísi í gær að það væru skýr skilaboð frá lækni að þingmaðurinn ætti að hvíla sig algjörlega og það væri ástæða þess að hann svaraði ekki fyrispurnum.Uppfært klukkan 10:47 Birgitta Jónsdóttir segir í athugasemdakerfi Vísis að hún hafi ekki verið á Saga Class. „Ég greiddi sjálf mismun á verði á þessu flugi til Washington DC, en mikið skelfing er ég þakklát að ég hafi þurft að taka annað flug. Hef ítrekað hafnað að tjá mig um flugferðina sem Ási var í enda var ég ekki í því flugi og get þar af leiðandi ekki tjáð mig um það sem ég var ekki vitni að.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Ásmundur gerði gys að stjórnarandstöðumönnum og virtist hinn hressasti að sögn Birgittu. 20. maí 2015 22:40
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37