Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 22:40 Einn þingmaður situr á milli Birgittu og Ásmundar í þinginu. Vísir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37