Golf

Tvö stór mót í golfheiminum um helgina

Adam Scott verður í sviðsljósinu í sólinni í Texas.
Adam Scott verður í sviðsljósinu í sólinni í Texas. AP/Getty
Það er spennandi helgi framundan í golfheiminum en tvö stór mót fara fram beggja megin Atlantshafsins.

Margir af bestu kylfingum heims munu flykkjast til Englands, nánar til tekið á BMW PGA meistaramótið sem fram fer á Wentworth vellinum og er eitt veglegasta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert.

Meðal þeirra eru Justin Rose, Lee WestwoodMartin Kaymer og Rory McIlroy sem virðist vera í óstöðvandi formi þessa dagana en hann hann á titil að verja.

Það eru þó mörg stór nöfn sem halda tryggð við PGA-mótaröðina en í Texas fer fram Crowne Plaza Invitational þar sem fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott mun reyna að endurtaka leikinn frá í fyrra þar sem hann sigraði eftir spennandi bráðabana við Jason Dufner.

Golfáhugamenn ættu því að hafa mikið fyrir stafni um helgina en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og má alla útsendingartíma finna hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×