Fótbolti

Montella rekinn frá Fiorentina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Montella þarf að leita sér að nýju starfi.
Montella þarf að leita sér að nýju starfi. vísir/getty
Fiorentina rak í gær knattspyrnustjórann Vicenzo Montella úr starfi eftir þriggja ára veru hjá félaginu.

Stjórnarmenn Flórens-liðsins voru ekki sáttir með Montella og sökuðu hann m.a. um að sýna félaginu vanvirðingu.

Montella, sem spilaði lengi með Roma og varð ítalskur meistari með liðinu 2001, gerði Fiorentina að bikarmeisturum á síðasta ári. Þá endaði liðið í 4. sæti ítölsku deildarinnar öll þrjú tímabilin undir stjórn Montella.

Fiorentina tekur þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili en liðið komst í undanúrslit keppninnar á nýafstöðnu tímabili.

Óvíst er hvað tekur við hjá Montella en hann hefur m.a. verið orðaður við stjórastarfið hjá AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×