Neymar, einn af stórbrotnu framherjaþríeyki Barcelona, segist spenntur fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann hrósar Gianluigi Buffon, markverði Juventus, í hástert.
„Leo and Luis eru ótrúlegir leikmenn, með ótrúlega hæfileika. Aðalatriðið er vinskapur okkar á vellinum, við erum góðir vinir og það hjálpar okkur mikið," sagði Neymar að lokum.
Sjá einnig: Jafnar Enrique árangur Guardiola?
„Ég hef spilað marga úrslitaleiki, en þetta er sá mikilvægasti á mínum ferli. Þetta er búinn að vera draumur minn síðan ég var barn og ég mun vonandi njóta leiksins."
Juventus sló Real Madrid út í undanúrslitunum sem kom mörgum á óvart. Neymar hrósar ítalska liðinu og þá sérstaklega Gianluigi Buffon, markverði Juventus.
„Juventus er frábært lið, það er þess vegna sem þeir eru í úrslitunum. Við vitum að þetta verður frábær, en einnig erfiður leikur, sérstaklega því Buffon er frábær markmaður; einn af þeim betri í sögunni."
„Ég nota Playstation tölvuna mína til þess að spila eins og hann, en ég myndi elska að skora framhjá honum."
Leikurinn hefst klukkan 18:45, en útsending Stöðvar 2 Sports hefst klukkan 18:00 með upphitunarþætti. Þar verða Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Guðjónsson spekingar.
Neymar notar Playstation til að geta spilað sem Buffon
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn