Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 07:00 Birkir er á fullu með Pescara í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/ap FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30