Fundur BHM og ríkisins um punkta samninganefndar ríkisins sem frestað var um sexleytið í gær er hafinn á ný. Hann átti að hefjast klukkan þrjú í dag en fulltrúar BHM boðuðu örlitla seinkun og hann hófst því nú, hálftíma síðar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, mættu saman niður í Borgartún en þau sögðust ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu.
„En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Enn ber á milli í þeim tölum sem félagsmenn BHM krefjast og ríkið hefur boðið.
Á fundinum í dag verður haldið áfram með umræðu um punkta sem samninganefnd ríksins lagði fyrir fulltrúa BHM hjá ríkissáttasemjara í gær. Þeir teljast ekki formlegt tilboð.
Vöfflujárnið kalt en kaffivélin á fullu
Páll Halldórsson spurði blaðamann hvort ekkert bólaði á vöfflulykt í húsakynnum ríkissáttasemjara og athugaði hvort vöfflujárnið hefði verið dregið fram. Vísaði hann síðan í það að hjúkrunarfræðingar sitja á fundi um þessar mundir í Borgartúninu en getur hins vegar ekkert sagt til um hvort félagsmenn BHM búist við að gæða sér á vöfflum í bráð.
Kaffivélin á skrifstofu Ríkissáttasemjara hefur verið notuð mikið að undanförnu þrátt fyrir að vöfflujárnið sé kólnað eftir undirskrift samninga VR en ein af þeim sem fór með kaffi inn á fundinn var formaður Bandalags háskólamanna, Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Fundur BHM og ríkisins hafinn á ný

Tengdar fréttir

Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag
"No comment,“ segir formaður samninganefndir BHM, um hvort fundur gærdagsins ýti undir bjartsýni á lausn kjaradeilu félagsins við ríkið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í rúma fjóra tíma í gær.