Eins og búist var við ákvað Chicago Bulls að ráða Fred Hoiberg sem næsta þjálfara félagsins.
Hann tekur við liðinu af Tom Thibodeau sem var rekinn á dögunum. Hoiberg kemur til félagsins frá Iowa State-háskólanum. Hann er 19. þjálfarinn í sögu Bulls.
„Ég elska þennan hóp og fjölbreytni leikmanna. Við getum boðið upp á svo margt. Thibodeau er frábær þjálfari og ég vonast til þess að byggja ofan á grunninn sem hann bjó til," sagði Hoiberg.
Hoiberg vann 115 leiki með Iowa State og tapaði 56 leikjum. Hann fór með liðið fjórum sinnum í röð í NCAA-mótið.
Hoiberg er nýr þjálfari Bulls

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn