Það verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig og skýjað en úrkomulítið með kvöldinu.
Mjög fínu veðri er sömuleiðis spáð á Suðurlandi, hægri austlægri átt og hita á bilinu sex til þrettán stig, en á Suðausturlandi er von á dálitlum skúrum og súld eða rigningu í kvöld.
Það verður áfram alskýjað og nokkuð kalt á Vestfjörðum í dag. Hiti verður tvö til sjö stig og vindur norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu.
Sömuleiðis verður alskýjað og kalt á Norðurlandi eystra og á Austfjörðum. Það mun þó hlýna á Norðurlandi eystra á morgun samkvæmt spánni, í dag verður hiti á bilinu núll til sex stig en fjögur til tíu stig á morgun.
