Fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk nú á sjöunda tímanum í kvöld.
Fundi félagana hefur verið frestað til klukkan 15 á morgun.
Í samtali við fréttastofu segist Páll Halldórsson, formaður BHM lítið vilja tjá sig um málið. Þó hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verður frekar með á fundinum sem boðaður er á morgun.
Fundurinn hafði staðið yfir frá því klukkan 14 í dag.
Félagsmenn BHM eru margir hverjir orðnir langþreyttir á verkfalli bandalagsins sem staðið hefur yfir í um átta vikur.
