Konan sem var að taka til í bílskúr sínum eftir að eiginmaður hennar féll frá og sendi tölvuna í endurvinnsluna í kassa.
Endurvinnslufyrirtækið seldi tölvuna á 200 þúsund dali, en það skilar upprunalegum eigendum helmingi af því verðmæti sem fæst fyrir það sem selst. Því leitar fyrirtækið nú að konunni, sem skildi ekki eftir nafn né heimilisfang.
Í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum segir forstjóri endurvinnslufyrirtækisins að hann muni hvernig konan líti út og biður hana um að koma aftur til þeirra og þeir muni láta hana fá 13,5 milljón krónur.