Golf

Annarri umferð á Íslandsmótinu í holukeppni lokið

Tinna Jóhannsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.
Tinna Jóhannsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni. vísir/daníel
Annarri umferð á Íslandsmótinu í holukeppni lauk í dag en mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið er fjórða mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni.

Í karlaflokki eru átta fjögurra manna riðlar en sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í átta-manna úrslit.

Í kvennaflokki er leikið í sex riðlum. Efstu kylfingarnir í riðlum 1 og 2 fara beint í undanúrslit en sigurvegarar riðla 3-6 leika í 4. umferð um tvö laus sæti í undanúrslitunum.

Íslandsmeistarinn Kristján Þór Einarsson er búinn að vinna báða sína leiki í karlaflokki líkt og Stefán Már Stefánsson, Gísli Þór Þórðarson, Axel Bóasson, Egill Ragnar Gunnarsson, Aron Snær Júlíusson, Daníel Hilmarsson, Guðjón Henning Hilmarsson og Benedikt Sveinsson.

Í kvennaflokki eru þær Karen Guðnadóttir, Heiða Guðnadóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir og Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir búnar að vinna báða sína leiki.

Frekari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×