Mosi og steinar lifnuðu við þegar sérsveitarmenn handtóku Hlín Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 10:30 Ljóst er að aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárkúgunarmálsins var þaulskipulögð. Vísir Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28
Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54
Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15