Pínleg byrjun Tiger á Opna bandaríska 19. júní 2015 06:17 Tiger Woods átti slæman dag. Vísir/Getty Chambers Bay völlurinn sýndi allar sínar hættulegustu hliðar á fyrsta hring á US Open sem hófst í dag en margir af bestu kylfingum heims áttu í stökustu vandræðum með hörðu flatirnar, djúpu glompurnar og vindinn sem blés við strendur Seattle á þessum glæsilega strandavelli. Henrik Stenson og Dustin Johnson deila forystusætinu eftir fyrsta hring sem þeir léku á 65 höggum eða fimm undir pari en sá síðarnefndi lék frábært golf í dag og hefði hæglega getað komið inn á færri höggum ef pútterin hefði verið heitari. Bandaríska ungstirnið Patrick Reed kemur einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari en nokkrir kylfingar deila fjórða sætinu á þremur undir. Meðal þeirra kylfinga sem áttu í vandræðum í dag voru Martin Kaymer og Rory McIlroy en þeir léku á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Vandræði McIlroy voru flest öll á flötunum en hann missti hvert púttið á fætur öðru á fyrsta hring. Þá halda erfileikar Tiger Woods áfram en hann lék sinn versta hring á ferlinum í US Open. Það var oft á tíðum pínlegt að horfa á Woods klúðra hverju högginu á fætur öðru en hann lék á 80 höggum eða tíu yfir pari og situr meðal neðstu manna á skortöflunni. Annar hringur verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Chambers Bay völlurinn sýndi allar sínar hættulegustu hliðar á fyrsta hring á US Open sem hófst í dag en margir af bestu kylfingum heims áttu í stökustu vandræðum með hörðu flatirnar, djúpu glompurnar og vindinn sem blés við strendur Seattle á þessum glæsilega strandavelli. Henrik Stenson og Dustin Johnson deila forystusætinu eftir fyrsta hring sem þeir léku á 65 höggum eða fimm undir pari en sá síðarnefndi lék frábært golf í dag og hefði hæglega getað komið inn á færri höggum ef pútterin hefði verið heitari. Bandaríska ungstirnið Patrick Reed kemur einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari en nokkrir kylfingar deila fjórða sætinu á þremur undir. Meðal þeirra kylfinga sem áttu í vandræðum í dag voru Martin Kaymer og Rory McIlroy en þeir léku á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Vandræði McIlroy voru flest öll á flötunum en hann missti hvert púttið á fætur öðru á fyrsta hring. Þá halda erfileikar Tiger Woods áfram en hann lék sinn versta hring á ferlinum í US Open. Það var oft á tíðum pínlegt að horfa á Woods klúðra hverju högginu á fætur öðru en hann lék á 80 höggum eða tíu yfir pari og situr meðal neðstu manna á skortöflunni. Annar hringur verður í beinni útsendingu frá klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira