Fjallað var um ólætin í Amsterdam hér á Vísi eftir leik Kristians Nökkva Hlynssonar og félaga í Ajax gegn Maccabi. Lokatölur leiksins 5-0 en stuðningsmenn ísraelska liðsins virtust hafa lítinn áhuga á því sem gerðist inn á vellinum.
Í kjölfarið birtust fréttir þess efnis að stuðningsmenn liðsins hefðu einnig verið til vandræða í Aþenu á síðasta ári.
Nú hefur verið greint frá því að sá leikur fari fram í Debrecen í Ungverjalandi fyrir luktum dyrum. Besiktas hafði áður tilkynnt að leikurinn færi ekki fram í Tyrklandi þar sem yfirvöld þar í landi vildu það hreinlega ekki. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, setti sig hins vegar ekki upp á móti því að leikurinn færi fram í Tyrklandi.
Beşiktaş-Maccabi Tel Aviv Maçı Seyircisiz Olarak Macaristan’ın Debrecen Şehrinde Oynanacak
— Beşiktaş JK (@Besiktas) November 11, 2024
Beşiktaş - Maccabi Tel Aviv UEFA Avrupa Ligi müsabakasının kulübümüzün UEFA ve UEFA’ya bağlı ülke federasyonları ve yerel makamlar ile yaptığı görüşmeler neticesinde ev sahipliği yapmayı… pic.twitter.com/lIzWPVSXr6
Tyrkneska félagið hefur nú staðfest að leikurinn verði spilaður í Ungverjalandi og hefur biðlað til áhorfenda sinna að ferðast ekki til Ungverjalands.
Maccabi hefur ekki enn tjáð sig um breyttan leikstað eða að leikið sé fyrir luktum dyrum.