Það hafa alltaf verið illmenni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. júní 2015 10:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira