Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36