Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 13:24 Kristján Markús Sívarsson vísir/vilhelm Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.” Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.”
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36