Var Sofia einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá sænska hönnuðinum Ida Sjöstedt úr silki og handgerðri blúndu frá Jose Maria Ruiz. Kórónuna fékk hún að gjöf frá tengdaforeldrum sínum, Silvíu drottningu og Karl Gustaf.
![](https://www.visir.is/i/7C6A3B8C8027414F67A2230A1905B8305D3AA33CE9862F91F992BEDF28B5B120_713x0.jpg)
Ætli það hafi ekki hneykslað einhverja, en mun þetta líklega vera í fyrsta sinn sem húðflúr sést í konunglegu brúðkaupi.
Sofia og Carl Philip kynntust árið 2010 á veitingastað en parið tilkynnti um trúlofun sína í júní í fyrra.
![](https://www.visir.is/i/B7A526D07CE44CA9F89F77DD206B8632D0170B7999864377B5F4118A053382E5_713x0.jpg)