Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 14:49 "Hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í.“ Myndir af Facebooksíðu hópsins Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“ Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira