Bandaríkjastjórn eyðir rúmlega níu milljónum dollara eða rúmum milljarði íslenskra króna á hverjum einasta degi í baráttuna gegn ISIS samtökunum í Sýrlandi og í Írak. Allt í allt hafa tæpir þrír milljarðar dollara runnið í baráttuna frá því hún hófst í ágúst á síðasta ári, eða um 360 milljarðar íslenskra króna.
Þetta kemur fram í nýjum tölum sem varnarmálaráðuneytið þar í landi hefur gert opinberar en það er í fyrsta sinn sem kostnaðurinn af herförinni er tekinn saman. Tveir þriðju hlutar hans fara til lofthersins enda hefur stór hluti aðgerðanna snúist um loftárásir á helstu áhrifasvæði ISIS manna.
Níu milljónir á dag í baráttunni gegn ISIS
