Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs á Akureyri, heldur áfram að safna liðsstyrk fyrir átök í 1. deild karla.
Félagið samdi í gær við Keflíkinginn Þröst Leó Jóhannsson og í kvöld var staðfest á heimasíðu Þórs að Bandaríkjamaðurinn Danero Thomas hafi gengið frá tveggja ára samning við félagið.
Thomas lék með Fjölni seinni hluta vetrarins en hóf tímabilið með Val. Hann hefur einnig leikið með Hamri og KR hér á landi.
Eiginkona hans, Fanney Lind Guðmundsdóttir, samdi einnig við félagið og mun leika með kvennaliði þess. Hún er reyndur leikmaður sem hefur lengst af einnig með Hamri í Hveragerði en var síðast á mála hjá Val.
Enn styrkja Þórsarar sig

Tengdar fréttir

Þröstur Leó tekur slaginn með Þór í 1. deildinni
Körfuboltamaðurinn Þröstur Leó Gunnarsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun leika með liðinu í 1. deildinni á næsta tímabili.